Á undanförnum 25 árum hefur Líf og sál öðlast mikla þekkingu og reynslu af úttektum, úrvinnslu og forvörnum vegna samskiptaerfiðleika, eineltis og áreitni á vinnustöðum. Líf og sál hefur verið með viðurkenningu Vinnueftirlitsins sem þjónustuaðili á sviði vinnuverndar frá árinu 2003, með sérstöku tilliti til sálfélagslegra áhættuþátta í starfsumhverfinu. EKKO stendur fyrir einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi.
Líf og sál aðstoðar við:
- Gerð viðbragðsáætlana
- Úttektir á samskiptavanda
- Vinnustaðagreiningar
- Fræðslu og vinnustofur
- Áhættumat
- Sáttamiðlun
- Stjórnendahandleiðslu
- Handleiðslu fyrir starfshópinn
Stefna og viðbragðsáætlun
Samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (46/1980) ber stjórnendum að marka skýra stefnu varðandi samskipti.
Líf og sál aðstoðar stjórnendur og starfsfólk við gerð slíkrar stefnu og verkferla.
Velferðar- og eineltisteymi
Við aðstoðum fyrirtæki og stofnanir við að koma á fót velferðarteymum og veitum jafnframt ráðgjöf, stuðning og handleiðslu til slíkra teyma.
Úttektir á EKKO
Líf og sál hefur þróað vandað verklag við greiningu slíkra mála (sbr. reglugerð nr.1009/2015).
Aðkoma Lífs og sálar felur í sér viðtöl við aðila máls, aðra á vinnustaðnum sem geta varpað ljósi á aðstæður og málsatvik auk greiningar á grundvelli þeirra upplýsinga.
Fræðsla fyrir stjórnendur og starfsfólk
Við bjóðum upp á fræðslu fyrir stjórnendur og aðra þá sem gegna lykilhlutverki í að bregðast við kvörtunum um EKKO og fræðslu fyrir starfsfólkið almennt.
Aðstoð Lífs og sálar við meðferð einstakra mála
-
Ráðgjöf við stjórnendur varðandi einstök mál, án beinnar þátttöku í vinnslu málsins.
- Úttekt á kvörtun.
- Eftirfylgd – ráðgjöf og stuðning í kjölfar úttektar.
- Stuðningsviðtöl við aðila máls.
Hafa samband