Helstu kostir og markmið
- Aðstoð utanaðkomandi aðila við að breyta erfiðum samskiptum.
- Markmið að starfsfólk finni leiðir til faglegra samskipta sem valda ekki vanlíðan.
- Gagnlegt úrræði þegar starfsfólk er tilbúið að leggja sitt af mörkum.
- Hjálpar við opnum nýrra samskiptaleiða séu samskipti komin í þrot.
Skoðanaágreiningur er eðlilegur í samstarfi og fólki gengur misvel að vinna saman. Verði
ágreiningur að viðvarandi togstreitu veldur það vanlíðan og upplifir fólk þá gjarnan að komið
sé fram við það af óvirðingu eða ósanngirni. Ytri aðstæður geta einnig haft þar áhrif.
Sáttamiðlun er hjálpleg við að koma í veg fyrir að ágreiningur og uppákomur sem valdið hafa
sárindum, verði að langvinnu ósætti og vanlíðan í vinnu og heima.
Sáttamiðlunarferlið
- Hefst á einstaklingsviðtölum við aðila máls.
- Ef aðilar eru tilbúnir er haldinn sáttafundur þar sem þátttakendur fara í gegnum
ákveðið ferli,
stýrt af sáttamiðlara. - Ferlinu lýkur með samkomulagi um hvaða fyrstu skref skulu tekin í bættum samskiptum.
- Þátttakendur geta einnig komið með tillögur um hvernig aðrir, t.d. stjórnendur geti aðstoðað
við að samkomulagið haldist. - Eftir sáttafund er tekið saman minnisblað, það borið undir þátttakendur og kynnt fyrir
verkbeiðenda á skilafundi. - Lokafundur er haldinn mánuði síðar með það að markmiði að skoða hvernig til hefur tekist.
Hafa samband