Þjónusta        Fræðsla og námskeið        Um stofuna        Starfsfólk
Vinnustaðagreiningar og áhættumat

Vinnustaðagreining og áhættumat eru í grunninn mjög áþekkar nálganir við úttekt á andlegum og félagslegum þáttum vinnuumhverfisins. Við aðgreinum þetta með eftirfarandi hætti:

Vinnustaðagreining  
  • Yfirleitt framkvæmd þegar stjórnendur hafa grun um erfiðleika á vinnustaðnum, s.s. vegna samskipta, álags, breytinga, stjórnunarhátta eða áfalla.
  • Yfirleitt framkvæmd með einstaklingsviðtölum sem gefa góða innsýn í upplifun starfsfólks.
  • Getur bæði verið nokkuð almenn en einnig sértæk þar sem áhersla er lögð á að spyrja út í tiltekin atriði í starfsumhverfinu.
  • Getur líka verið almenn, þar sem spurt er út í alla helstu andlega og félagslega þætti starfsumhverfisins.
  • Niðurstöðum skilað skriflega til stjórnenda með tillögum að úrbótum.

Áhættumat
  • Oftast framkvæmt með rafrænni könnun en stundum eru einnig myndaðir rýnihópar á vinnustaðnum.
  • Yfirleitt almennt og víðtækt. 
  • Spurt um alla helstu andlega og félagslega þætti starfsumhverfisins.
  • Gefur góða yfirsýn yfir starfsánægju og líðan á vinnustaðnum.
  • Gerir kleift að ná til alls starfsfólk vinnustaðarins með skilvirkum hætti. 
  • Liður í því að tryggja starfsfólki öruggar og heilsusamlegar vinnuaðstæður. 
  • Skylt að framkvæma reglulega samkvæmt vinnuverndarlögum (nr.46/1980). 
  • Niðurstöðum skilað skriflega ásamt tillögum til úrbóta. 


Þegar skapa á heilbrigt starfsumhverfi er gagnlegt að safna upplýsingum með gerð vinnustaðagreiningar 
eða áhættumats. Þær upplýsingar sem aflað er á þann máta geta varpað ljósi á það hvar vinnustaðurinn stendur varðandi starfsánægju, samskipti, álag og streitu, hollustu, vinnustaðamenningu og stjórnun svo dæmi séu tekin. Stjórnendur verða í betri stöðu til að finna hvar tækifærin liggja í að gera vinnustaðinn heilbrigðari og einnig eykur slík greining líkur á að ná settum markmiðum.

    Líf og sál hefur verið með viðurkenningu Vinnueftirlitsins sem þjónustuaðili á sviði vinnuverndar frá árinu 2003, með sérstöku tilliti til sálfélagslegra áhættuþátta í starfsumhverfinu.


    Hafa samband
    Líf & sál
    Sálfræði- og ráðgjafastofa
    Heimilisfang
    Suðurlandsbraut 24,
    108 Reykjavík
    Hafa samband
    511 5508
    lifogsal@lifogsal.is
    Fylgið okkur
    Facebook
    LinkedIn